Marissa Mayer, forstjóri Yahoo, tilkynnti í dag í spjalli á TechCrunch síðunni að mánaðalegum notendum Yahoo hefur fjölgað um 20 prósent frá því í júlí í fyrra.

Þeir eru nú komnir upp í 800 milljónir. Þar af eru 350 milljónir notenda í gegnum síma. Inni í þessum tölum er ekki Tumblr, vefsíða sem Yahoo keypti fyrr á þessu ári.

Meyer sagði að það myndi taka fyrirtækið þrjú ár, eða jafnvel lengur, að ná markmiðum sínum. Áherslan verði lögð á fólk, framleiðslu, umferð og tekjur.