Mikil umframeftirspurn hefur verið eftir einkaþotum en einkaþotuframleiðendur eiga erfitt með að anna þeirri eftirspurn. En á síðasta ári voru skráð flugtök einkaflugvéla 3,3 milljónir en þau hafa aldrei mælst fleiri.

Rekja má þessa auknu eftirspurn til mikillar auðsöfnunar auk aukinnar eftirspurnar eftir ferðalögum eftir að ferðatakmörkunum var aflétt. CNBC greinir frá. Þá jafnframt má rekja aukinna notkun einkaþota til slakara aðhalds fyrirtækja í faraldrinum gagnvart flugi með einkaþotum vegna sóttvarnartakmarkana og minna flugframboðs.

Sjá einnig: Stjórnendur ekki flogið meira með einkaþotum í áratug.

Margir hafa áhyggjur af aukinni losun gróðurhúslofttegunda vegna aukinnar notkunar á einkaþotum en samkvæmt skýrslu frá Transport & Environment menga einkaþotur allt að 13 sinnum meira á hvern farþega en hefðbundnar farþegaflugvélar.