Í maí varð talsverð aukning á Visa kreditkortaviðskiptum frá sama mánuði í fyrra, að því er fram kemur í tilkynningu frá Valitor.

Í maí varð heildarveltuaukning á Visa kreditkortaviðskiptum um 4,5%. Tímabilið sem miðað er við er 1.-31.maí. Notkun Visa korta innanlands jókst um 2,4% en erlendis var veltuaukningin um 15,1%.

Valitor birtir mánaðarlega samanburð á veltutölum mill ára sem sýna breytingar á tilteknu tímabili á notkun íslenskra Visa kreditkorta. Breytingarnar voru nokkuð minni milli ára í maí en þær voru í apríl. Heildarveltuaukning milli apríl 2013 og apríl 2014 var 6,2%.