Nýjasta hótel landsins, Diamond Suites, er fyrsta fimm stjörnu hótel landsins og er staðsett á efstu hæð Hótel Keflavík, sem er fjögurra stjörnu hótel. Fyrir þremur árum síðan ákváðu eigendur Hótel Keflavíkur að endurhanna húsnæðið með það að markmiði að stækka við starfsemina og auka við glæsileikann. Hluti af þeim áætlunum fólst í því að gera auka sérstaklega við aðbúnað og íburð á efstu hæðum hótelsins.

Á tímabilinu þróaðist hugmyndin hinsvegar svo að úr varð að opnað yrði sérstakt lúxushótel, Diamond Suites. „Hótelin tvö eru samrekin í rekstrarlegum skilningi en markaðslega séð eru þau auglýst sem tvö aðskilin hótel og eru hvort með sína heimasíðuna og markaðssetningu,“ segir Steinþór Jónsson, eigandi og hótelstjóri. Diamond Suites samanstendur af 5 lúxussvítum sem rúma 24 einstaklinga og allar hafa verið hannaðar með mismunandi hætti og bera mismunandi nöfn á borð við „The Sapphire“ og „The Pearl“. „Það er svo hægt að tengja herbergin fimm saman sem mynda þá eina stóra svítu, sem er þá stærsta svíta á Norðurlöndunum.

Þá er jafnframt hægt að bóka svítu sem er 100 fm., 60. fm. og svo framvegis,“ segir Steinþór. Ein nótt á hótelinu kostar á bilinu 100 þúsund krónur og allt upp í eina milljón króna, en verðir veltur á þeirri þjónustu sem gesturinn hyggst nýta sér hverju sinni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Icelandair minnkar við flugtímakröfur sínar.
  • Íslensku bankarnir hafa lánað 120 milljarða til útlanda.
  • Álverin keyptu raforku fyrir 41 milljarð króna.
  • N1 hefur hækkað mest í Kauphöllinni frá áramótum.
  • Umfjöllun um efnahagslegt ástand Suður-Ameríku.
  • Þörf er á umbótum á danska velferðarkerfinu.
  • Stytting vinnuvikunnar er efnahagslegt hryðjuverk segir aðstoðarframkvæmdastjóri SA.
  • Svipmynd af Gunnari Pétri Garðarssyni, fjármálastjóra Eignaumsjónar hf.
  • Ítarlegt viðtal við Jón Guðna Ómarsson, framkvæmdastjóra fjármálasviðs Íslandsbanka.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um Ríkisútvarpið.
  • Óðinn fjallar um jöfnuð, hreyfanleika og fátækt.