Úrvalsvísitalan féll um 0,4% í 2,9 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag og var þetta fjórði viðskiptadagurinn í röð sem hún lækkaði. Ellefu félög voru rauð og fimm félög rauð í viðskiptum dagsins.

Eimskip lækkaði mest af félögum Kauphallarinnar eða um 2,8% í 288 milljóna króna veltu. Gengi flutningafélagsins stendur í 515 krónum á hlut og hefur nú lækkað um nærri 10% í vikunni.

Kvika banki fylgdi þar á eftir í 2,3% lækkun í 440 milljóna viðskiptum. Gengi Kviku er nú í 18,85 krónum, sem er um 8,5% lægra en á miðvikudaginn síðasta.

Þá lækkaði einnig hlutabréfaverð Nova um 1,4% í lítilli veltu og stendur nú í 4,12 krónum á hlut. Gengi Nova hefur aldrei verið lægra frá skráningu og er nú 19,4% undir 5,11 krónu útboðsgenginu í frumútboði félagsins í byrjun júní síðastliðnum.