Nova ehf., dótturfélag Novators, mun í dag skila inn umsókn til Póst- og fjarskiptastofnunar um rekstrarleyfi fyrir 3G (þriðju kynslóð) farsímaþjónustu, en leyfum fyrir 3G hefur ekki áður verið úthlutað hér á landi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu hjá félaginu.

Vodafone og Síminn hafa einnig lýst yfir áhuga um að sækja um þriðju kynslóðar farsímaleyfi. Póst- og fjarskiptastofnun mun opna tilboð í tíðniheimildirnar í dag.