*

laugardagur, 29. janúar 2022
Innlent 9. júní 2020 12:30

Nova eltir samkeppnina

Nova hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á Enska boltann á 1.000 krónur, líkt og Vodafone hefur tilkynnt um.

Ritstjórn
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova
Aðsend mynd

Nova mun einnig bjóða viðskiptavinum sínum upp á Enska boltann fyrir aðeins 1.000 krónur á mánuði, en Vodafone tilkynnti fyrr í dag að félagið muni bjóða Enska boltann á 1.000 krónur út yfirstandandi keppnistímabil. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu félagsins.

„Dómarinn hefur flautað, sem er mikilvægt svo samkeppni þrífist á markaðnum. Aðalatriðið er að allir neytendur sitji við sama borð og það er jákvætt að Samkeppniseftirlitið sé vakandi fyrir því,“ er haft eftir Magréti Tryggvadóttur, forstjóra Nova í fréttatilkynningu.

Nova dreifir sjónvarpsefni í gegnum Nova TV app, án myndlykils.