Nova tapaði 160 milljónum króna á árinu 2010 og hefur þar með tapað 2,2 milljörðum króna á þremur árum. Rekstrartekjur fyrirtækisins jukust þó um 702 milljónir króna í fyrra en voru um 3,2 milljarðar króna um síðustu áramót. Þær hafa aukist um tæplega 250% frá lokum árs 2008 samhliða því að viðskiptavinum fyrirtækisins hefur fjölgað gríðarlega. Fyrirtækið hefur nú um 22% markaðshlutdeild.

Nova
Nova
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Þá er EBITDA (rekstrarhagnaður fyrir afskriftir) í fyrsta sinn jákvæð frá því að Nova hóf starfsemi, eða um 266 milljónir króna. Þetta kemur fram í ársreikningi Nova fyrir árið 2010. Nova hefur notið svokallaðrar jákvæðrar mismununar frá því að fyrirtækið hóf starfsemi. Þessi mismunun er þó tímabundin og verður að fullu afnumin í byrjun árs 2013. Nova er nánast að öllu leyti í eigu Novators ehf., fjárfestingarfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar.