Svissneska lyfjafyrirtækið Novartis tilkynnti í dag um kaup félagsins í 25% hluta í bandaríska fyrirtækinu Alcon, sem framleiðir linsur og augndropa. Novartis kaupir hlutinn af svissneska matvælafyrirtækinu Nestlé á um 11 milljarða Bandaríkjadala. Fréttavefur Bloomberg greinir frá því að kaup Novarrtis eru 3,5% undir markaðsvirði fyrirtækisins við lokun markaða s.l. föstudag.

Með þessum kaupum eignast Novartis forkaupsrétt á 52% hlut til viðbótar í Alcon og gildir sá forkaupsréttur gildir á tímabilinu 2010 til júlí 2011.

Hagnaður Alcon á fjórða ársfjórðungi 2007 nam 376,5 milljónum dala samanborið við 354,7 milljónir dala á sama tímabili árið 2006.

Eftir að tilkynnt var um viðskiptin í morgun lækkuðu Hlutabréf í Novartis um 0,6% en hlutabréf Nestlé hækkuðu um 2,35%.