Svissneski lyfjarisinn Novartis hefur selt eitt af fyrirtækjum sínum á Spáni til þarlends fyrirtækisins fyrir 1,68 milljarða dala, jafnvirði rétt rúmra 200 milljarða íslenskra króna. Salan er liður í uppstokkun á rekstri lyfjarisans eftir að Jörg Reinhardt settist í forstjórastól fyrirtækisins í ágúst síðastliðnum en hann hefur verið að skerpa á rekstrinum síðan þá, að því er fram kemur á vef bandaríska dagblaðsins Wall Street Journal .

Kaupandinn er spænska fyrirtækið Grifols, sem er með höfuðstöðvar í Barcelona.