Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur aukið hlut sinn í gríska síma- og internetfyrirtækinu Forthnet í tæplega 40% úr 26%, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Kaupverð hlutarins er rúmlega 1,35 milljarðar króna, segja heimildarmenn Viðskiptablaðsins.

Novator keypti hlutinn af gríska upplýsingafyrirtækinu Intracom, sem lengi hefur verið orðað við hugsanlega yfirtöku á Forthnet. Hins vegar segja sérfræðingar að áætlanir Intracom hafi farið út um þúfur eftir að Novator hóf að kaupa jafnt og þétt í félaginu.

Intracom staðfesti í dag sögusagnir að félagið hefði selt 24,8% hlut sinn í Forhtnet, og eru kaupendurnir Novator og breski fjárfestingasjóðurinn Cycladic Capital Fund, sem kaupa 12,4% hlut hver.

Eftir viðskiptin er Novator einn stærsti hluthafinn í Forthnet og hafa kaupin valdið getgátum um að sjóðurinn muni taka yfir og afskrá félagið.