*

þriðjudagur, 30. nóvember 2021
Innlent 6. september 2014 08:01

Novator eykurhlut sinn í CCP

Novator fer samtals með um þriðjungshlut í leikjafyrirtækinu sem rekur EVE Online.

Ritstjórn
Björgólfur Thor Björgólfsson.
Haraldur Jónasson

Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur aukið hlut sinn í leikjaframleiðandanum CCP með kaupum á 45% hlut í félaginu NP ehf. af ALMC, sem er gamli Straumur. NP ehf. á samkvæmt síðasta ársreikningi CCP 29,83% og var 55% í eigu Novator og 45% í eigu ALMC.

Ekki fengust upplýsingar um kaupverð þegar eftir því var leitað.

Novator á líka með beinum hætti 2,25% hlut í CCP og fer því nú með 32,08% hlut í fyrirtækinu. Næststærsti hluthafi CCP á eftir NP ehf. er Teno Investments með 23,40%, en það er í eigu bandaríska fjárfestingarsjóðsins General Catalyst Partners.