Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur fest kaup á farsímafyrirtækinu Nextel í Síle.

Í erlendum fréttamiðlum kemur fram að fyrirtækið er með 250.000 áskrifendur og um 700 starfsmenn, en er eitt af smæstu farsímafyrirtækjum Síle, með um 2% markaðshlutdeild.

Stærstu fyrirtækin eru Movistar og Entel, í þriðja sæti er Claro, en fjórða sætinu deila nokkur lítil fyrirtæki, þar á meðal Nextel. Nextel í Síle veltir um 40 milljónum dollara á ári. Kaupverð er ekki gefið upp.

Forstjóri Nextel í Síle er Christopher Bannister, fyrrverandi forstjóri Play í Póllandi og stjórnarformaður Nova.