Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur ráðið fjárfestingabankann Lehman Brothers til að finna hugsanlega kaupendur að 65% hlut félagsins í búlgarska símafyrirtækinu Bulgarian Telecommunications Company (BTC), samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Markaðsvirði BTC er um 1,7 milljarðar evra, sem samsvarar 152 milljörðum íslenskra króna. Verðmæti hlutar Novators nemur því 98,8 milljörðum króna, en hópur fjárfesta keypti hlutinn árið 2004 þegar félagið var einkavætt fyrir 230 milljónir evra, eða í kringum 20 milljarða króna. Verðmæti hlutarins hefur því hækkað um 78,8 milljarða króna.

Nánar í Viðskiptablaðinu í dag.