Novator Finland Oy, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur tilkynnt um að það hafi keypt 4.617.500 hluti í íþróttavörufyrirtækinu Amer Sports og eigi í kjölfarið  20,3% í félaginu til finnsku kauphallarinnar.

Í fréttatilkynningu kemur fram að Novator þykir verðið hagstætt  fyrir félag með heimsþekkt vörumerki, með sterkan undirliggjandi rekstur.

Kaupgengið kemur ekki fram í tilkynningu en markaðsgengið er 13,18 evrur á hlut, þegar þetta er skrifað, samkvæmt upplýsingum frá Euroland. Miðað við það er kaupverðið rúmlega  sex milljarðar íslenskra króna.

Meðal vörumerkja Amer Sports eru Salomon,  Wilson og Atomic. Auk Precor, Suunto, Mavic og Arc'teryx.