Fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator, náði ekki að tryggja sér nægjanlegt magn atkvæða til að koma inn mönnum frá fyrirtækinu inn í stjórn finnska fjarskiptafélagsins Elisa, sem Novator á 11,48% hlut í.

Novator hefur sagt að hag Elisa væri best borgið með tveimur meðlimum frá Novator í stjórninni ásamt einhverjum þeirra sem þar þegar sitja, sú tillaga var hinsvega felld á hluthafafundi Elisa sem fór fram í dag.