Leikja- og tæknifyrirtækið Klang Games, sem stofnað var af Íslendingum, hefur lokið rúmlega 22 milljóna dollara fjármögnun, eða sem nemur rúmlega 2,7 milljörðum íslenskra króna. Á meðal fjárfesta sem lögðu til fjármagn voru Novator og Lego. Greint er frá þessu á vefmiðlinum Venturebeat .

Hyggst Klang nýta fjármagnið til þess að skapa tölvuleik sem kallaður er Seed, en áhugasamir geta kynnt sér leikinn nánar hér .

Eftir þessa fjármögnun hefur Klang safnað rúmlega 37 milljónum dollara fyrir þetta tiltekna verkefni.

Starfsemi Klang fer fram í Berlín og er eins og áður segir er fyrirtækið stofnað af Íslendingum. Fatahönnuðurinn og listamaðurinn Guðmundur Hallgrímsson, betur þekktur sem Mundi Vondi, er meðal stofnenda og gegnir hann stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækisins.