Novator hefur óskað eftir fundi með stjórn Actavis þar sem félagið mun gera stjórn grein fyrir einstaka þáttum tilboðsins. Er þess vænst að sá fundur geti farið fram á mánudagínn kemur, þann 4. júní 2007 að því er segir í tilkynningu félagsins.


Novator eignarhaldsfélag ehf. hefur sem kunnugt er gert gert tilboð í allt hlutafé Actavis Group hf. sem er ekki þegar í eigu félaga tengdum tilboðsgjafa. Tilboðsverðið er EUR 0,98 í reiðufé fyrir hvern hlut í A-flokki, kvaða- og veðbandalausan. Gildistími yfirtökutilboðsins er frá kl. 9:00 5. júní 2007 til kl. 16:00 3. júlí 2007. Þetta er í samræmi við yfirlýsingu frá Novator þann 10. maí sl. Yfirtökutilboðið verður sent öllum hluthöfum en einnig er hægt að nálgast nánari upplýsingar um tilboðið á heimasíðu Landsbanka Íslands hf., www.landsbanki.is, sem jafnframt er umsjónaraðili tilboðsins.

Björgólfur Thor Björgólfsson og Andri Sveinsson, sem eru stjórnarmenn í Actavis og tengjast tilboðsgjafa, hafa sagt sig frá umfjöllun stjórnar Actavis um tilboðið.