Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur selt rúmlega tuttugu prósenta hlut sinn í finnsku íþróttavörukeðjunni Amer Sports.

Í frétt Reuters segir að hluturinn hafi verið seldur 15,4% undir markaðsvirði miðað við gengið á markaði í gær. Um 14,7 milljónir hluta voru seldir á 7 evrur fyrir hlutinn.

Í íslenskum krónum nemur þetta um 18 milljörðum.

Novator fór fram á það í vetur að breytingar yrðu gerðar í stjórn Amer Sports. Það náði ekki fram að ganga.