Fjárfestingafélagið Novator hefur selt öll bréf sín (10,4%) í finnska símafyrirtækinu Elisa til tryggingafélagsins Varma.

Þetta kemur fram á fréttavef Reuters en söluverðmætið er um 194 milljón evrur eða 11,2 á hvern hlut. Gengi félagsins var við lok markaða á föstudag 11,41 á hvern hlut.

Þá kemur fram í frétt Reuters að Varma nýtur ríkisábyrgðar þar í landi.

Í tilkynningu frá Novator kemur fram að vegna aðstæðna á fjármálamörkuðum sé heppilegt að selja hlutinn nú.

„Elisa lýtur nú stjórn virðulegra finnskra fjárfesta og Novator er í sterkari stöðu til að mæta erfiðum markaðsaðstæðum,“ segir í tilkynningu Novator.

Novator, sem er í eigu Björgólf Thors Björgólfssonar, eignaðir hlut sinn í Elisa árið 2005.