*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 18. október 2014 16:20

Novator skilar tapi

Helstu eignir Novator eru 60% hlutur í Nova ehf. og 100% hlutur í Novator F11 ehf.

Ritstjórn
Björgólfur Thor Björgólfsson, eigandi Novator Holding.
Haraldur Jónasson

Samstæða Novator ehf. skilaði 120,6 milljóna króna tapi í fyrra, samanborið við tæplega 2 milljarða króna hagnað árið 2012.

Þessi mikla breyting skýrist af því að árið 2012 seldi Novator hlutabréf fyrir tæplega 2,2 milljarða króna. Helstu eignir Novator ehf. er 60% hlutur í Nova ehf. og 100% hlutur í Novator F11 ehf.

Velta samstæðunnar nam 5,3 milljörðum króna og jókst um tæpan milljarð milli ára. Rekstrarhagnaður jókst úr 178,1 milljón í 284,5 milljónir, en vaxtagjöld jukust um ríflega 200 milljónir milli ára og skýra því að stórum hluta neikvæða rekstrarniðurstöðu.

Eigandi Novator ehf. er Novator Holding.