Fjárfestingafélagið Novator hefur farið fram á breytingar á stjórn íþróttavöruframleiðandans Amer Sports en þar er Novator stærsti hluthafinn með 20% hlut. Hluthafafundur er hjá félaginu á morgun en Novator hefur farið fram á annan fund með nýrri dagskrá að því er segir í dagblaðinu Helsinki snomat.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Novator fer gegn stjórn félagsins en Novator hefur lýst yfir óánægju sína með stjórn félagsins. Það er Heiðar Guðjónsson sem situr í stjórn Amer fyrir hönd Novators. Haft er eftir honum í Helsinki snomat að stjórnendur félagsins hafi hundsað vilja stórra hluthafa og tekið óskynsamlegar ákvarðandir. Um leið hafi hagnaður félagsins verið slakur. Amer gaf út skuldabréf að andvirði 60 milljóna Bandaríkjadala fyrir skömmu og gagnrýnir heiðar kjörin á þeim bréfum.