*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 26. apríl 2018 08:50

Novomatic segja upp 18 manns

Hugbúnaðarfyrirtækið Novomatic Lottery Solutions, áður Betware, hefur sagt upp 18 af 112 starfsmönnum sínum hér á landi.

Ritstjórn
Á skrifstofum Betware meðan allt lék í lyndi.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Austurrískt hugbúnaðarfyrirtæki, sem framleiðir hugbúnað fyrir ríkisrekin lotterí víða um heim, hefur sagt upp 18 af þeim 112 starfsmönnum fyrirtækisins sem starfað hafa hjá því í Holtasmára í Kópavogi.

Fyrirtækið starfar undir nafninu Novomatic Lottery Solutions og hefur vaxið hratt frá árinu 2013. Það ár störfuðu 70 manns við íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Betware hér á landi sem selt var til Novomatic fyrir allt að þrjá milljarða króna.

Viðskiptablaðið sagði frá viðskiptunum á sínum tíma, en Stefán Hrafnkelsson, aðaleigandi og stofnandi Betware sagði þau ekki eiga að hafa áhrif á reksturinn hér á landi.

Uppsagnirnar ná einnig til ná einnig til starfstöðva fyrirtækisins í Serbíu þar sem 17 misstu vinnuna og á Spáni þar sem 7 var sagt upp, en höfuðstöðvarnar eru í Austurríki. Hafa hingað til um 240 manns starfað hjá fyrirtækinu í heild, en uppsagnirnar eru sagðar nauðsynlegar eftir að fyrirtækið missti stóran viðskiptavin.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is