Íslenska fyrirtækið Nox Medical hefur komið sér í flokk helstu framleiðenda á svefnrannsóknarbúnaði í heiminum á síðustu misserum og er komið inn á lista Financial Times yfir þau fyrirtæki í Evrópu sem hafa vaxið hvað hraðast á milli áranna 2012 til 2015. Listann má nálgast hér.

Nox Medical er í 482. sæti listans, en þegar litið er til heilsugeirans og þau fyrirtæki sem eru með yfir 10 milljónir evra í tekjur á ári hverju hefur ekkert fyrirtæki vaxið hraðar.

Pétur Már Halldórsson, forstjóri Nox Medical, segist gífurlega stoltur af afrekinu. „Það eru svo mýmörg fyrirtæki sem leggja hart af sér að ná fram svo hröðum vexti í heilsubransanum,“ bætir hann við.