Ekki fást nema 1,25% fyrir skuldabréf Landsbanka Íslands miðað við lokauppboð sem haldið var á þeim í gær.

Það táknar að þeir sem hafa selt skuldatryggingar á bréf Landsbankans þurfa að greiða þeim, sem keypt hafa slíkar tryggingar, mismuninn eða 98,75% af nafnverði bréfanna.

Með öðrum orðum þá leggur hver 100 milljón í bréfum Landsbankans sig á 1,25 milljón króna.

Miðað við þessa niðurstöðu þurfa seljendur skuldatrygginga á Landsbankann því að greiða út um 230 milljarða íslenskra króna vegna gjaldþrots bankans.

Uppboðið í gær var hið fyrsta af þremur sem haldið verður í þessari viku á skuldabréfum íslensku bankanna þriggja en ekki liggur enn fyrir hvaða verð fæst fyrir skuldabréf Kaupþings og Glitnis en ef marka má erlendar fréttir verður það næsta lítið.

Nánar verður fjallað um málið í Viðskiptablaðinu á morgun.