Nær öll fyrirtæki á Íslandi nota nú tölvur og internet eða 97?100%, segir í niðurstöðum könnunar Hagstofunnar á notkun fyrirtækja á tæknibúnaði og interneti.

Níu af hverjum tíu nettengdum fyrirtækjum nota xDSL tengingu og hjá 44% nettengdra fyrirtækja er niðurhalshraði tengingar minnst 2 Mb/sek. 95% nettengdra fyrirtækja nota vírusvörn, 81% nota eldvegg og 75% flytja afrit af gögnum á öruggan stað til geymslu.

Átta af hverjum tíu fyrirtækjum telja tilkomu rafrænna miðla hafa haft áhrif á magn hefðbundinna póstsendinga frá fyrirtækinu síðastliðin fimm ár.

Hærra hlutfall fyrirtækja seldi vörur og þjónustu um internet árið 2005 en árið 2002 eða 32% á móti 21%. Sama gildir um kaup á vörum og þjónustu um internet. Þannig höfðu nærri sex af hverjum tíu fyrirtækjum keypt vörur og þjónustu til eigin nota um internet árið 2005 á móti 37% fyrirtækja árið 2002.