Nær öllum starfsmönnum Baugs í Lundúnum verður sagt upp störfum í dag.

Þetta kemur fram á vef breska blaðsins The Independent en blaðið segir að aðeins Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður og  Andrew Lobb, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs verði áfram við störf hjá félaginu.

Eins og fram kom í síðustu viku hefur endurskoðunarskrifstofan PriceWaterhouseCoopers tekið yfir rekstur Baugs (sem er ígildi skiptastjóra) eftir að Skilanefnd Landsbankans hafði farið fram á að Baugur yrði settur í greiðslustöðvun.