Tæplega sjötíu prósent þjóðarinnar vilja flýta þingkosningum, ef marka má skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birt er í dag. Langflestir, eða 38,6%, vlija að kosningarnar fari fram vorið 2009.

5,9% segjast vilja kosningar fyrir áramót. 19% vilja kosningar í ársbyrjun 2009.

Lítill sem enginn munur er á afstöðu eftir kyni, en íbúar höfuðborgarsvæðisins vilja fremur flýta kosningum en íbúar landsbyggðarinnar.