Íslenskar bruggverksmiðjur hafa ekki getað annað eftirspurninni á jólabjór í ár. Þó framleiðslan hafi verið stóraukin hjá þeim flestum dugar það ekki til.

Ólafur Þröstur Ólafsson hjá Bruggsmiðjunni á Árskógssandi segir í Viðskiptablaðinu í dag að salan á Jóla Kalda núna hafi verið ævintýri líkust.

„Við vorum með rétt tæplega 80 þúsund flöskur í fyrra. Ætli það séu ekki nálægt 135 þúsund flöskur núna og það er hvergi nærri nóg. Maður var samt ekkert mjög bjartsýnn fyrir jólin núna enda samdráttur í bjórsölu að meðaltali þó að aukning hafi verið hjá okkur.“

Óli Rúnar Jónsson, vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni, Hreiðar Þór Jónsson markaðsstjóri hjá Vífilfelli, Gissur Tryggvason, framkvæmdastjóri Mjaðar í Stykkishólmi og talsmaður Karls K. Karlssonar hf. sem sér um sölu og dreifingu jólabjór frá Ölvisholts Brugghúsi í Flóahreppi, hafa svipaða sögu að segja.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .