Um nokkurt skeið hefur rússneski auðmaðurinn Roman Abramovich  verðið með eitt glæsilegasta fley allra tíma í smíðum. Nú hefa heyrst raddir um að hann nái ekki að láta klára hana vegna þverrandi auðs.

Samkvæmt erlendum fjölmiðlum hefur auður Abramovich minnkað verulega eða úr 15 milljörðum Bandaríkjadala niður í þrjá. Því er sumum til efs að honum endist  auður til þess að klára skútuna sem á að kosta 225 milljónir dala.

Snekkjan er 175 metra löng og með eigið varnarkerfi gagnvart aðvífandi eldflaugum. Skipið hefur verið í smíðum hjá þýsku skipasmíðastöðinni Blohm und Voss.