Fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings (e. Congressional Budget Office) gerir ráð fyrir að hallinn á ríkissjóði Bandaríkjanna vegna fjárlagaársins 2009, sem lauk 30. september, verði 1.290 milljarðar Bandaríkjadala.

Er það nokkru minna en spáð hafði verið en Viðskiptablaðið sagði frá því í byrjun vikunnar að spáð væri 1.470 milljarða dala halla.

Í fyrra nam hallinn 1.400 milljörðum dala og er það mesti halli frá síðari heimstyrjöld. Ef spá fjárlagaskrifstofunnar reynist rétt, yrði hallinn næst mesti frá upphafi. Búist er við nákvæmri tölu á hallanum á næstu dögum frá fjármálaráðuneytinu bandaríska.