Viðskiptahallinn í Bandaríkjunum mældist 225,6 milljarðar dollara á þriðja ársfjórðungi, segir greiningardeild Glitnis.
?Viðskiptahallinn nemur um 6,8% af landsframleiðslu en það er það næst mesta sem mælst hefur frá upphafi í Bandaríkjunum. Metið var sett á fjórða ársfjórðungi árið 2005 í 7%.

Góður hagvöxtur í viðskiptalöndunum og lækkun gengis dollarans hefur minnkað vöruskiptahallann á undanförnum mánuðum og mun eflaust draga en frekar úr honum á næstunni. Vöruskipti eru um 90% af heildarviðskiptum Bandaríkjanna,? segir greiningardeildin.

Hún segir að vöruskiptahallinn hafi minnkað um 8,4% í október þrátt fyrir methalla við ?Kína sem er á góðri leið með að verða annað stærsta viðskiptaland Bandaríkjanna í stað Mexíkó. Stærsta viðskiptaland Bandaríkjanna er Kanada,? segir greiningardeildin.