Höfuðstöðvar Citigroup í Bretlandi voru seldar fyrir 125 milljarða króna á mánudaginn og er það næst hæsta upphæð sem greidd hefur verið fyrir eina fasteign í Bretlandi. Um er að ræða 42 hæða háhýsi í Austur-London, en það er írski fasteignaauðkýfingurinn Derek Quinlan og festeignafélagið Propinvest sem keyptu af Royal Bank of Scotland Group. Húsnæðið verður leigt áfram til Citigroup næstu 25 árin.