Tap Royal Bank of Scotland (RBS) fyrir skatta á 2. ársfjórðungi nam 691 milljón pundum (rúmlega 11 milljarðar íslenskra króna) og er það næstmesta tap á einum fjórðungi í sögu breskra banka. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður bankans 5 milljörðum punda.

RBS þurfti að afskrifa 5,9 milljarða punda vegna verðrýrnunar veðlánasafns og eigna bankans.

Greiningaraðilar höfðu búist við mun meira tapi hjá RBS og hækkuðu bréf hans um 2,7% í Lundúnum í kjölfar uppgjörsins.