Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi, fyrrum forstjóri og nú stjórnarmaður í Brim, sem áður hét HB Grandi, færði í gær hluti að andvirði tæplega 69 milljóna króna milli félaga í sinni eigu en kaupin fóru fram á genginu 41,7 klukkan 10:30 um morguninn, sem var jafnframt lokagengi viðskiptadagsins á bréfum félagsins.

Eftir sem áður á Guðmundur beinan og óbeint nærri 860 milljón hluti í Brim á andvirði tæplega 35,9 milljarða króna á gengi dagsins í gær, sem eins og Viðskiptablaðið sagði frá í gær nemur tæplega 44% í Brim.

Bréfin voru áður bæði beint í hans eigin nafni sem og í gegnum félagið Fiskitanga þar sem hann er stjórnarformaður, en eru nú komin í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur sem hann er jafnframt aðaleigandinn fyrir, en það hét áður Brim.

Eins og Viðskiptablaðið sagði fyrst frá á sínum tíma keypti Guðmundur um þriðjungshlut í félaginu um miðjan aprí 2018 sem þá hét HB Grandi á tæplega 22 milljarða króna, á genginu 35. Þar með er hvert bréf í félaginu nú rétt tæplega 20% verðmætara en þegar Guðmundur keypti fyrst af Kristjáni Loftsyni í gegnum Hval hf.

Hér má lesa frekari fréttir um vendingarnar hjá fyrirtækinu síðan þá: