*

laugardagur, 19. september 2020
Innlent 7. janúar 2020 12:39

Nú má flytja inn ófrosið kjöt

Þrír virkir dagar eftir á árinu þegar MAST gerði sitt til að opna fyrir innflutning vegna afnám banns við ófrosnu kjöti og eggjum.

Ritstjórn

Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur sem heimila innflutning á fersku kjöti og eggjum en bann við slíkum innflutningi hafði verið dæmt í andstöðu við EES samninginn í bæði Hæstarétti og fyrir EFTA dómstólnum. Félag atvinnurekenda, sem fagnar því að þetta muni leiða til aukins og jafnara framboðs dýraafurða segir að enn sem komið er hafi þó ekkert ófrosið kjöt eða egg verið flutt inn.

Áður þurfti kjötið að hafa verið frosið í 30 daga til að verða flutt inn, en með reglubreytingunum fellur jafnframt niður kerfi leyfisveitinga vegna innflutningsins. Þar með verða afurðirnar í frjálsu flæði á öllu Evrópska efnahagssvæðinu.

Hins vegar tóku gildi ýmis konar viðbótartryggingar, eins og að sýna þarf fram á að ferskt alifuglakjót sé laust við kamfýlóbakter og egg, svínakjöt og nautakjöt sé laust við salmonellu.

Í umfjöllun um breytingarnar á vef FA er bent á að ein ástæðan fyrir því að ekkert hafi enn sem komið er verið flutt inn undir nýju reglunum að Matvælastofnun hafi ekki gefið út leiðbeiningar um framkvæmd reglugerðanna fyrr en 20. desember, þegar eftir voru þrír virkir dagar á árinu.