Fyrirtækið JS Gull rekur úra- og skartgripaverslunina Jón & Óskar sem var stofnsett árið 1971 og er núna á Laugavegi, í Kringlunni og Smáralind. Eigendur og stofnendur fyrirtækisins eru Jón Sigurjónsson gullsmíðameistari og Óskar Óskarsson úrsmíðameistari.

Í dag starfa rúmlega 20 manns hjá fyrirtækinu sem stundar umfangsmikla framleiðslu á skartgripum samhliða innflutningi og úrasölu. Að sögn Hákons Ísfeld Jónssonar, framkvæmdastjóra félagsins, hefur það verið í framleiðslu á skartgripum frá stofnun þess en að hún hafi aukist nokkuð á síðustu árum.

„Það hefur klárlega verið vaxandi eftirspurn eftir íslenskri skartgripahönnun eftir hrun. Það voru fleiri smiðir lausir til að fara út í þetta á þeim tíma en núna erum við með fimm gullsmiði í vinnu. Vaxandi ferðamannastraumur hefur að sama skapi haft sitt að segja um vöxtinn,“ segir Hákon.

Nánar í sérblaði Viðskiptablaðsins um framúrskarandi fyrirtæki sem unnið var í samstarfi Creditinfo. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .