Fjórar nunnur sem eru leiðtogar klausturregla í Bandaríkjunum ætla að leggja fram fyrirspurn á næsta aðalfundi Goldman Sachs fjárfestingabanka um launagreiðslur til stjórnenda bankans. Þær ætla að spyrja hvort launin og bónusgreiðslur séu óhóflegar. Telegraph greinir frá þessu.

Nunnurnar eru fulltrúar klausturreglanna, sem eiga hlut í Goldman Sachs. Þær hafa áður látið í sér heyra vegna hárra launa framkvæmdastjóra og forstjóra. Gagrýnin nú er vegna 69,5 milljóna dala greiðslna til stjórnenda á síðasta ári. Lloyd Blankfein, forstjóri bankans, fékk alls um 14,1 milljón dala fyrir sitt vinnuframlag á síðasta ári.