*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Innlent 13. mars 2008 07:45

Nútíminn breytist hægt - þú bara heldur annað

Hnignun stjórnmála og stigvaxandi kraftur vörumerkja

Ritstjórn

Niko McDonald, einn af kenningasmiðum Bretlands á sviði netmála, segir að við lifum ekki á sérstökum byltingatímum í nýjungum. Mikið er talað um að tækninni fleygi áfram og miklar breytingar í þjóðfélaginu, en McDonald segir það ekki rétt: Breytingarnar núna gerast til þess að gera nokkuð hægt. Um aldamótin 1900 voru miklu stærri breytingar í þjóðfélaginu: Umfangsmiklar samfélagsbætur, heilbrigðisþjónustan tók stakkaskiptum og fjölmiðlar urðu öflugri. Tæknibyltingar eins og flugvélar, bílar og símar litu dagsins ljós, bendir McDonald á. McDonald hélt fyrirlestur um nýsköpun á ÍMARK-ráðstefnu, félag íslensks markaðsfólks, sama dag og Lúðurinn; íslensku auglýsingaverðlaun, voru afhent. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is