*

mánudagur, 15. júlí 2019
Innlent 23. ágúst 2015 13:10

Nútíminn á sér bjarta framtíð

Vefmiðillinn Nútíminn verður eins árs næsta þriðjudag. Lærdómsríkt að fara út í eigin rekstur, segir Atli Fannar Bjarkason.

Jóhannes Stefánsson
Haraldur Guðjónsson

Atli Fannar Bjarkason stofnaði Nútímann fyrir tæpu ári síðan, en hann fór fyrst í loftið 25. ágúst 2014. „Ég er búinn að læra gríðarlega mikið á þessum tíma, til dæmis um hvað er hægt að gera mikið úr litlu,“ segir Atli í samtali við Viðskiptablaðið.

Nútíminn er í eigu Fálka útgáfu ehf, sem er í 75% eigu Atla Fannars og 25% eigu Guðmundar S. Jónssonar, sem sér um tæknihlið Nútímans. Miðillinn blandar léttu efni og dægurmálum saman við alvarlegri mál og hefur notið töluverðra vinsælda frá stofnun, sérstaklega meðal lesenda undir fertugu. Vikulegir notendur eru á bilinu 50 til 75 þúsund talsins.

Stendur á eigin fótum

„Nútíminn hefur aldrei tekið lán og skuldar ekkert. Þetta var hægt því ég fékk forritara með inn sem hluthafa og hann hefur gert kraftaverk,“ segir Atli Fannar. „Ég hef lifað á tekjunum af Nútímanum frá fyrsta degi þó það hafi stundum staðið tæpt, til dæmis þegar kemur að því að skila virðisaukaskatti. Þetta hefur samt allt gengið og ég skulda engum neitt, ekki einu sinni skattstjóra.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is