Örflöguframleiðandinn Nvidia Corp er á góðri leið með að rjúfa 1.000 milljarða dala markaðsvirðismúrinn.

Við lokun markaða í gær nam markaðsvirði Nvidia 982 milljörðum dala en gengi hlutabréfa félagsins tók verulegt stökk um miðja síðustu viku í kjölfar tilkynningar félagsins um að væntar tekjur yrðu ríflega 50% hærri en greiningaraðilar höfðu spáð fyrir um.

Nái félagið að rjúfa 1.000 milljarða dala múrinn bætist það í hóp Meta (móðurfélag Facebook) Apple, Alphabet (móðurfélag Google), Microsoft og Amazon sem þegar hafa rofið múrinn.