Breska vörudreifingarfyrirtækið félagið NWF Group plc hefur selt eina deild sína fyrir 14,5 milljónir punda eða um þrjá milljarða króna. Atorka Group er er eigandi að 24% hlut í NWF Group og er þar lang stærsti hluthafinn.

Garden Centre deildin sem NWF selur nú hefur séð um dreifingu á vörum til sex deilda; Rivendell og Woodford Park í Cheshire, Wheatcroft og Dukeries í Nottinghamshire, Victoria í Yorkshire og Aston Park í Lancashire. Á síðasta rekstrarári velti þessi deild 21,8 milljón punda og var rekin með 300.000 punda tapi eftir skatta. Eignir deildarinnar námu 15,3 milljónum punda við lok síðasta fjárhagsárs sem lauk 31. maí sl.

Í tilkynningu félagsins kemur fram að söluverðið verði notað til að greiða niður skuldir og styrkja efnahagsreikning félagsins. Í tilkynningu er haft eftir Richard Whiting, forstjóra félagsins, að salan geri félaginu kleyft að styrkja kjarnastarfsemi sína.