Ný álagspróf gera ráð fyrir því að evrópskir bankar geti sýnt fram á að þeir geti staðið af sér 7% fall í vergri landsframleiðslu.

Prófið gerir líka ráð fyrir því að bankar geti þolað 14% lækkun húsnæðisverðs og 19% lækkun hlutabréfaverðs. Markmiðið með þróun þessara nýju prófa er að þau geti komið í veg fyrir að endurfjármagna þurfi banka með fé úr ríkissjóði.

Með prófunum á að vera hægt að greina veikleika í bankakerfinu innan Evrópusambandsins.

Það var fréttavefur BBC sem greindi frá.