Danska flugfélagið Sterling, sem er í eigu Íslendinga, kynnti nýja ímynd, auglýsingar og markaðsefni á blaðamannafundi síðasta föstudag. Tekin voru upp einkunnarorðin: Áreiðanleiki, sveigjanleiki og sanngjarnt verð. „Allt er þetta gert fyrir viðskiptavininn,“ sagði Reza Taleghani, nýráðinn forstjóri Sterling. Hann sagði einkunnarorðin þrjú aðgreina flugfélagið frá keppinautum sínum.

Nýja slagorð félagsins er: Við myndum fljúga með okkur. Tvö hjörtu, sem einkennt hefur vörumerkið, voru látin víkja fyrir töffaralegt S. Þorsteinn Örn Guðmundsson, stjórnarformaður Sterling, sagði að neytendur þekki vel nafnið á flugfélaginu en geri sér ekki grein fyrir því hvað það stendur fyrir. Því er þetta skref í markaðsmálum mikilvægt.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .