Komin er út bókin ?Greinasafn ? fyrra bindi? eftir dr. Ágúst Einarsson, prófessor. Bókin hefur að geyma úrval greina og erinda, segir í tilkynningu frá Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.

Í fyrra bindinu er umfjöllun um tvo meginflokka, stjórnmál annars vegar og menningu og menntun hins vegar. Í síðara bindi sem kemur út á næsta ári verður fjallað um efnahagsmál og sjávarútvegsmál.

Í fyrri hluta bókarinnar er fjallað um stjórnmál í fimm undirköflum sem bera heitin Almennt, Samfylkingin, aðdragandi og stofnun, Á leið í Evrópusambandið, Leiðarar í Alþýðublaðinu og Þingmál. Síðari hluti bókarinnar fjallar um menningu og menntun.

Þess má geta að Ágúst er nýráðinn rektor Háskólans á Bifröst.