Síðasta bók franska hagfræðingsins Thomas Piketty „Capital in the 21st Century“ slóg rækilega í gegn og seldist í milljónum eintaka um allan heim, sem er nær einsdæmi fyrir 700 síðna bók um hagfræðileg málefni. Í dag kemur út ný bók eftir Piketty „Capialism and Ideology“  sem er sögð vera framhald á fyrri bókinni og telur hvorki meira né minna en 1.200 síður. Þeir sem ekki lesa frönsku þurfa þó að bíða í nokkra mánuði því bókin kemur ekki út á ensku fyrr en í mars á næsta ári.

Samkvæmt upplýsingum frá útgefanda Piketty fjallar bókin um stjórnmál og hugmyndafræðina sem liggi miklum og vaxandi ójöfnuði til grundvallar, en auk þess leggur Piketty fram róttækar tillögur um hvernig leiðrétta megi misskiptingu auðsins í framtíðinni. „Það er kominn tími til þess að fara lengra, handan kapítalismans,“ sagði í Piketty í viðtali við tímaritið L´Obs fyrr í mánuðinum.

„Capital in the 21st Century“ leitaðist við að skýra út vaxandi bil milli ríkra og fátækra en rannsóknir Piketty bentu til þess að ávöxtun fjármagns hafi verið mun meiri en hagvöxtur alla tuttugustu öldina. Afleiðingin þessa væri sú að sneið hinna ríku af auðkökunni hafi stækkað alla öldina á kostnað hinna fátæku og þannig drifið áfram aukin ójöfnuð í samfélaginu. Kjarninn í bókinni mætti orða sem svo: Ef þú fæðist ekki ríkur muntu ekki verða ríkur, en ef þessi setning er sönn getur hugmyndafræðin á bak við verðleikasamfélagið og ameríska drauminn ekki verið sönn.

Nýja bókin einblínir, ólíkt þeirri fyrra, á hagkerfi utan Vesturlanda, sbr. Kína og Indland, þar sem Piketty fjallar hagkerfi kommúnisma, nýlendustefnunnar og þrælahalds. Þá skorar Piketty einnig á hólm hugmyndafræðina sem segir aukna misskiptingu vera náttúrulega þróun samfélagsins.

Til þess að sporna gegn þróuninni leggur Piketty til nokkrar róttækar tillögur. T.d. að helmingur stjórnarmanna í fyrirtækjum eigi að vera í höndum starfsmanna. Enginn einstakur hluthafi geti farið með meira en 10% af atkvæðarétti í fyrirtækjum. Skattar á hina ríku eigi að vera allt að 90%. Allir borgar eigi að fá eingreiðslu upp á 132 þúsund dollara þegar þeir ná 25 ára aldri.