Starfsemi Hamborgarabúllu Tómasar hér á landi skilaði 36,4 milljóna króna hagnaði á síðasta ári að sögn Yngva Týs Tómassonar, starfandi stjórnarformanns Hamborgarabúllunnar.

Yngvi segir félagið vera í mikilli sókn en stefnt er að opnun nýrrar Hamborgarabúllu, eða Tommi´s Burger Joint, eins og staðurinn er þekktur sem á erlendri grundu, í hinni fornfrægu borg Oxford á Englandi. Veitingastaðir undir merkjum Hamborgarabúllunnar eru þegar reknir í Bretlandi, Þýskalandi, Noregi, Ítalíu og Danmörku.

Lesa má um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta gerst áskrifendur hér .