Ný byggingarreglugerð og mannvirkjalög umhverfisráðuneytisins mun valda því að byggingarkostnaður mun hækka um 9,6% og fasteignaverð hækka. Ruðningsáhrifin eru þau að öll lán í landinu fylgja á eftir.

Þetta segir Friðrik Ólafsson, forstöðumaður byggingasviðs Samtaka iðnaðarins (SI). Hann var spurður að því á vefnum Spyr.is . Friðrik og fleiri á vegum s.s. SI og Búseta hafa ferðast um landið upp á síðkastið og kynnt áhrif nýju reglugerðarinnar.

Friðrik skrifar:

„Hvaða áhrif þessi nýja, þegar samþykkta, byggingarreglugerð hefur á almenning er það einfalt, húsnæðisverð hækkar og öll lán í landinu munu hækka vegna þess að vísitölur munu hækka.“

Friðrik segir ólíklegt að reglugerðin verði dregin til baka.