*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 19. nóvember 2004 09:10

Ný Google leitarvél fyrir sérfræðinga

Ritstjórn

Ný Google leitarvél, sérhönnuð fyrir háskólasamfélagið, leit dagsins ljós í gær. Google Scholar kallast leitarvélin sem miðuð er við þarfir fræðimanna sem þurfa að leita í lesefni eins og tækilegum skýrslum, ritgerðum og útdráttum ýmiss konar. Leitartæknin að baki þessari nýju þjónustu er sérsniðin að þörfum þessara notenda, segir Anurag Acharya hjá Google í frétt CNET. Þjónustan er ókeypis og fyrst um sinn verða engar auglýsingar tengdar efnisleitinni en þær eru helsta tekjulind Google og námu rúmum 800 milljónum dala á þriðja ársfjórðungi.

Byggt á frétt á heimasíðu Tæknivals, www.atv.is