Álag á skuldatryggingar íslensku bankanna er töluvert of hátt og ofmetur áhættuna í rekstri þeirra, að mati greinenda lánshæfismatsfyrirtækisins Credit Sights.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um íslenska bankakerfið, undir fyrirsögninni „Vogun tapar, vogun tapar“, eða „Heads You Lose, Tails You Lose“, sem birtist á dögunum, í kjölfar ársuppgjöra bankanna.

Þar segir að áhætta varðandi hlutabréfastöðu, traust á erlenda markaðsfjármögnun, spurningar um eignarhald, stöðu íslensks efnahagslífs, yfirtökulyst og skuldsetningu sé ennþá fyrir hendi, eins og hún hbanafi verið í þó nokkur ár.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .